Íslenska U21 árs landsliðið mætir Hvít-Rússum í fyrsta leiknum sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar en eftir dráttinn í dag var strax farið í að raða niður leikdögum og keppnistöðum.
Mótið fer fram í Danmörku 11. til 25. júní og verður leikið á fjórum stöðum, Álaborg, Árósum, Viborg og Herning.
Leikir Íslenska liðsins:
11. júní Ísland - Hvíta-Rússland (Árósum)
14. júní Ísland - Sviss (Álaborg)
18. júní Ísland - Danmörk (Álaborg)