ÍBV fær mikinn liðsstyrk

Berglind Björg í leik gegn Stjörnunni í sumar.
Berglind Björg í leik gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is

ÍBV, sem vann sér sæti í Pepsideild kvenna í knattspyrnu nú í sumar, hefur samið við fjóra öfluga nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð. Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Vesna Smiljkovic og Danka Podovac.

Berglind Björg er 18 ára og uppalin í Eyjum en hefur síðustu ár leikið með Breiðabliki. Hún er einn efnilegasti framherji landsins. Birna Berg er af mörgum talin efnilegasti markvörður landsins og kemur frá FH, sem féll í 1. deild í sumar, og þær Vesna og Danka koma frá Þór/KA þar sem þær léku stór hlutverk en voru orðnar samningslausar.

Það er því ljóst að ÍBV teflir fram öflugu liði í Pepsideildinni á næstu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert