Gylfi Þór ekki með gegn Ísrael

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is

Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Ísraelsmönnum í Tel Aviv á miðvikudagskvöldið. Gylfi meiddist á ökkla í leik Hoffenheim og Freiburg í þýsku 1. deildinni í gær. Hann fór í myndatöku í dag og á morgun ætti að liggja ljóst fyrir hversu alvarleg meiðslin eru.

Alls hafa því sjö leikmenn dottið útúr landsliðshópnum síðan hann var tilkynntur  í síðustu viku en auk Gylfa drógu Grétar Rafn Steinsson, Rúrik Gíslason, Árni Gautur Arason, Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson sig út úr hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert