Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Ísraelsmönnum í Tel Aviv á miðvikudagskvöldið. Gylfi meiddist á ökkla í leik Hoffenheim og Freiburg í þýsku 1. deildinni í gær. Hann fór í myndatöku í dag og á morgun ætti að liggja ljóst fyrir hversu alvarleg meiðslin eru.
Alls hafa því sjö leikmenn dottið útúr landsliðshópnum síðan hann var tilkynntur í síðustu viku en auk Gylfa drógu Grétar Rafn Steinsson, Rúrik Gíslason, Árni Gautur Arason, Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson sig út úr hópnum.