Garðar sagður „flopp“ ársins

Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson. godset.no

Svo virðist sem framherjanum Garðari Jóhannssyni hafi ekki alveg tekist að slá í gegn hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Strömsgodset. Garðar gekk til liðs við félagið á lokadegi félagaskiptanna, 31. ágúst, eftir að hafa leikið með Stjörnunni hér heima um skamman tíma í sumar.

Hann tók þátt í sex af þeim átta leikjum sem Strömsgodset átti þá eftir í úrvalsdeildinni og var þar af fjórum sinnum í byrjunarliði. Liðið var í 4. sæti þegar Garðar kom en endaði í því sjöunda. Hann skoraði eitt mark en var valinn flopp ársins hjá félaginu af blaðamanni Drammens Tidende.

„Hann hreyfði sig lítið, skorti hraða og vantaði tæknigetu til að leika á varnir andstæðinganna. Hans verður ekki saknað þegar hann snýr aftur til Íslands,“ sagði í samantekt blaðamannsins, en Garðar verður samningslaus á næstunni. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert