Taugarnar eru sjálfsagt þandar hjá leikmönnum og þjálfurum í leik Barcelona og Real Madrid sem nú stendur yfir í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Upp úr sauð í fyrri hálfleik þegar Cristiano Ronaldo ýtti við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona.
Boltinn hafði farið út fyrir hliðarlínuna og Ronaldo fór til að ná í hann úr höndum Guardiola. Þjálfarinn ákvað hins vegar að rúlla boltanum framhjá portúgölsku stórstjörnunni sem var ekki alveg sátt og ýtti Guardiola.
Leikmenn Barcelona hópuðust í kjölfarið að Ronaldo en dómara leiksins tókst að róa menn niður áður en hann sýndi Victor Valdés, markverði Barcelona, og Ronaldo gula spjaldið fyrir þeirra framgöngu.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan eða með því að smella hér.