Fredrikstad vill fá Gunnar frítt

Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Forráðamenn norska knattspyrnuliðsins Fredrikstad segjast ánægðir með Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem hefur verið í láni hjá þeim frá Esbjerg. Þeir vilja hafa hann áfram, en aðeins ef danska liðið gefur hann eftir án greiðslu.

Gunnar Heiðar kom til Fredrikstad síðsumars og lék með liðinu út tímabilið. og hjálpaði því að endurheimta sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fjögur mörk.

„Gunnar glímdi við smávægileg meiðsli á lokakafla tímabilsins, en fram að því hafði hann skoraði fjögur mörk og sýndi að hann er vinnusamur leikmaður, góður fyrir liðsheildina, og hefur staðið sig vel hjá okkur," sagði Joacim Jonsson íþróttastjóri Fredrikstad við danska vefmiðilinn bold.dk.

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um framtíð hans hjá okkur en gerum það á næstu 10-14 dögunum. En eitt er víst, það er ekki inni í myndinni að greiða Esbjerg fyrir hann. Eigi hann að ganga til liðs við okkur verður það að vera á frjálsri sölu," sagði Jonsson, en Gunnar er samningsbundinn Esbjerg framá næsta sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert