Velgjörðarmaðurinn sýnir vald sitt

Ralf Rangnick er hættur hjá Hoffenheim.
Ralf Rangnick er hættur hjá Hoffenheim. Reuters

Viðskilnaður Ralfs Rangnicks þjálfara við 1899 Hoffenheim þar sem Gylfi Sigurðsson er á mála vekur ýmsar spurningar. Rangnick tókst á fjórum og hálfu ári að gera smábæjarlið í þriðju deild að alvöru klúbbi í efri hluta búndeslígunnar.

Ástæðan fyrir brottför hans var ágreiningur við Dietmar Hopp, auðkýfing og velgjörðarmann liðsins, um brasilíska leikmanninn Luiz Gustavo. Rangnick vildi halda honum, en Hopp selja. Um áramótin var hann seldur til Bayern München fyrir 15 milljónir evra. Hann var keyptur á eina milljón þannig að hagnaðurinn var talsverður.

Rangnick var ekki látinn vita af sölunni og taldi að þar með ætti hann ekki samleið lengur með liðinu. Ekki er þó alveg ljóst hvernig viðskilnað hans bar að, en yfirlýsing liðsins um að hann hafi orðið í sátt stenst tæplega. Í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung var meira að segja talað um einelti á hendur þjálfaranum.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað ítarlega um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert