Messi magnaður í 12. sigrinum í röð

Lionel Messi snýr á varnarmann Deportivo í leiknum í kvöld.
Lionel Messi snýr á varnarmann Deportivo í leiknum í kvöld. Reuters

Barcelona vann í kvöld 12. leikinn í röð í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu, 4:0 gegn Deportivo La Coruna á útivelli, þar sem Lionel Messi skoraði glæsimark og lagði upp tvö af hinum mörkum Katalóníurisanna.

Deportivo hafði aðeins fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í allan vetur en réð ekkert við meistarana. Messi lagði upp fyrsta markið fyrir David Villa á 26. mínútu og skoraði svo á snilldarlegan hátt beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi snemma í seinni hálfleiknum. Seint í leiknum bættu Andrés Iniesta og Pablo við mörkum, sá síðarnefndi eftir sendingu frá Messi.

Barcelona er þar með komið með 49 stig eftir 18 leiki en Real Madrid er með 44 stig eftir 17 leiki og tekur á móti Villarreal annað kvöld. Villarreal er einmitt í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert