Fjórir ungir knattspyrnumenn frá Senegal, á aldrinum 18-22 ára, eru á leið til 1. deildarliðs Selfyssinga og eru væntanlegir til þeirra á næstu dögum. Þetta staðfesti Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, við sunnlenska.is í dag.
Fjórmenningarnir koma allir frá knattspyrnuakademíu í Dakar. Þeir heita Babacar Sarr, 20 ára miðjumaður, Ibrahima Ndiaye, 20 ára sóknarmaður, Sena Abdalha, 18 ára sóknarmaður, og Sidy Sow, 22 ára kantmaður.
Fram kemur hjá Loga að einn þeirra hafi æft hjá honum með KR-ingum síðasta vetur.
Þá vonast Selfyssingar eftir því að fá aftur sænska miðjumanninn Martin Dohlsten sem lék með þeim seinni hluta síðasta tímabils í úrvalsdeildinni.