Átta leikmenn úr spænsku deildinni, þar af sex frá Barcelona,eru í liði ársins 2010 hjá UEFA en yfir 400.000 manns tóku þátt í velja liðið sem UEFA birtir á vef sínum í dag.
Carles Puyol er í liði ársins í sjötta skipti sem er met en fimm félagar hans úr Barcelona eru í liði ársins.
Liðið er þannig skipað:
Iker Casillas (Real Madrid) - Maicon (Inter), Gerard Piqué (Barcelona), Carles Puyol (Barcelona), Ashley Cole (Chelsea) - Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Xavi (Barcelona), Wesley Sneijder (Inter), Andrés Iniesta (Barcelona) - Lionel Messi (Barcelona), David Villa (Barcelona). Þjálfari: José Mourinho (Real Madrid).