Víkingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Ingólfur Þórarinsson er nýjasti leikmaður Víkinga en hann kemur til liðsins frá Selfyssingum sem féllu úr úrvalsdeildinni í haust en Víkingar tryggðu sér hins vegar sæti á meðal þeirra bestu.
Ingólfur, eða veðurguðinn eins og hann er oft nefndur, er sjötti leikmaðurinn sem Víkingar frá í sínar raðir í vetur. Auk Ingólfs hafa þeir fengið Mark Rutgers úr KR, Björgólf Takefusa frá
KR, Pétur Georg Markan frá Fjölni og miðvallarleikmennina Baldur
Ingimar Aðalsteinsson frá Val og Hörð Sigurjón Bjarnason sem kom frá
Þrótti.