Það stöðvar ekkert Dortmund

Arjen Robben hafði litla ástæðu til að gleðjast í dag.
Arjen Robben hafði litla ástæðu til að gleðjast í dag. Reuters

Dortmund er með mikla yfirburði í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu en í kvöld unnu þeir enn einn sigurinn. Þá mættu þeir Bayern München og margir bjuggust nú við að þá myndi Dortmund í það minnsta tapa stigum.

Sú varð alls ekki rauninn en Dortmund vann öruggan 3:1 útisigur. Staðan í hálfleik var 2:1 en Lucas Barrios kom Dortmund yfir strax á 9. mínútu. Luiz Gustavo jafnaði metin á 16. mínútu. Það stóð þó ekki lengi því Nuri Sahin kom Dortmund aftur yfir tveimur mínútum síðar.

Í seinni hálfleik bætti Mats Hummels svo þriðja markinu við á 60. mínútu og úrslitin ráðin. Gríðarlega góður sigur hjá Dortmund á erfiðum útivelli.

Dortmund er nú með 13 stiga forskot á Leverkusen og stefnir að sínum fyrsta meistaratitli síðan 2002. Bayern er í þriðja sæti 16 stigum á eftir Dortmund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert