Guðmundur Kristjánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson fá ekki samningstilboð frá norska liðinu Brann en þeir hafa verið til reynslu hjá liðinu í rúma viku og fóru með því í æfinga- og keppnisferð til La Manga á Spáni.
Þeir Guðmundur, sem er á mála hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks, og Steinþór, sem lék með sænska liðinu Örgryte á síðustu leiktíð, fengu að spreyta sig í tveimur æfingaleikjum með Brann á La Manga en þeir hafa greinilega ekki gert nógu mikið í þeim leikjum né á æfingum liðsins til að heilla þjálfara Brann-liðsins.
Rune
Skarsfjord þjálfari Brann segir á vef félagsins að enginn af þeim fjórum leikmönnum sem voru til reynslu hjá liðinu verði boðnir samningar en auk þeirra Steinþórs og Guðmundar voru tveir Senegalar til skoðunar í æfingaferðinni á La Manga.