Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla þegar þeir báru sigurorð af KR-ingum, 1:0, í úrslitaleik sem háður var í Egilshöll. Það var Guðjón Pétur Lýðsson sem skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 60. mínútu leiksins en Guðjón gekk í raðir Vals frá Haukum í vetur.
Þetta er fyrsti Reykjavíkurmeistaratitill Valsmanna í sex ár en sá 20. frá upphafi en KR-ingar stefndu á að hampa titlinum þriðja árið í röð.