Guðbjörg í markinu í úrslitaleiknum

Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hér er í leiknum gegn Kína, ver …
Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hér er í leiknum gegn Kína, ver mark Íslands á morgun. mbl.is/Algarvephotopress

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu byrjunarlið Íslands í úrslitaleiknum gegn Bandaríkjunum í Algarve-bikarnum á morgun.

Ein breyting er frá sigurleiknum gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið í stað Þóru B. Helgadóttur.

„Það var ákveðið fyrir mót að markverðirnir myndu skipta leikjunum á milli sín og ég breyti ekki út af því þótt um úrslitaleik sé að ræða," sagði Sigurður Ragnar við mbl.is.

Úrslitaleikur liðanna hefst klukkan 17.00 á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar um verðlaunasæti á mótinu en Bandaríkin hafa unnið það sjö sinnum á síðustu níu árum.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert