Silfurverðlaun hjá Íslandi á Algarve

Sif Atladóttir hefur betur gegn bandarískum sóknarmanni.
Sif Atladóttir hefur betur gegn bandarískum sóknarmanni. mbl.is/Algarvephotopress

Bandaríkin sigruðu Ísland, 4:2, í úrslitaleik Algarve-bikarsins í  knattspyrnu kvenna á Estadio Algarve leikvanginum í Faro í Portúgal í dag. Íslenska liðið kom því bandaríska í opna skjöldu með því að komast í 2:1 í fyrri hálfleik.

Carli Lloyd kom Bandaríkjunum yfir á 8. mínútu, en rétt áður hafði Katrín Ómarsdóttir átt skalla í þverslá bandaríska marksins.

Katrín var aftur á ferð á 24. mínútu þegar hún jafnaði, 1:1, og tveimur mínútum síðar skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir fyrir Ísland, 2:1.

Lauren Cheney jafnaði, 2:2, á 43. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Heather O'Reilly kom bandaríska liðinu í 3:2 á 57. mínútu og Alex Morgan innsiglaði sigurinn rétt fyrir leikslok.

Þetta er langbesti árangur Íslands í Algarve-bikarnum en áður hafði liðið best náð sjötta sæti í mótinu sem er það sterkasta í heimsknattspyrnunni ár hvert fyrir utan HM og EM.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90+4 Flautað til leiksloka. Bandaríkin vinna mótið í áttunda skipti á tíu árum.

90+3. Greta Mjöll Samúelsdóttir á skot rétt framhjá bandaríska markinu.

90. Málfríður Erna Sigurðardóttir kemur inná fyrir Söru B.  Gunnarsdóttur. Þremur mínútum er bætt við leiktímann.

90. Guðbjörg ver með fótunum eftir skot frá Abby Wambach.

88. Carli Lloyd fær  fyrsta gula spjaldið í leiknum.

87. MARK - 2:4. Þá er bandarískur sigur nánast í höfn. Eftir langa sendingu fram skallar Abby Wambach boltann til Alex Morgan sem skorar af harðfylgi eftir baráttu við varnarmenn Íslands.

85. Dagný Brynjarsdóttir kemur inná fyrir Þórunni Helgu Jónsdóttur og Lindsay Tarpley  fyrir Megan Rapinoe. Fimm mínútur eftir og bandaríska liðið er með tök á leiknum.

79. Alex Morgan með hörkuskot frá vítateig en rétt framhjá íslenska markvinklinum, hægra megin.

77. Bandaríska liðið er áfram meira með boltann í leiknum og er líklegra til að bæta við fjórða markinu en það íslenska að jafna metin.

76. Guðbjörg ver skot frá Megan Rapinoe í horn. Uppúr hornspyrnunni á Carli Lloyd skot yfir íslenska markið.

75. Fanndís Friðriksdóttir rangstæð í efnilegri sókn Íslands.

74. Alex Morgan kemur inná fyrir Amy Rodriguez hjá Bandaríkjunum.

71. Rakel Hönnudóttir strax farin að ógna marki Bandarþikjanna. Barnhart markvörður þarf að fara útfyrir teig og bjarga með því að hreinsa frá.

69. Fjórða skipting íslenska liðsins í leiknum en liðið má gera sex breytingar. Rakel Hönnudóttir kemur inn á fyrir Dóru Maríu.

67. Skipting hjá Bandaríkjunum. Stephanie Cox kemur inn á fyrir Ali Krieger. 

64. Sigurður Ragnar ætlar greinilega að nota ferska fætur á lokakaflanum. Hinn markaskorarinn Hallbera Guðný Gísladóttir er einnig farin af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir fer á vinstri kantinn. 

61. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerir aðra breytingu. Markaskorarinn Katrín Ómarsdóttir fer af leikvelli og Fanndís Friðriksdóttir kemur í hennar stað. Gera má ráð fyrir að Dóra María Lárusdóttir taki þá stöðu Katrínar sem sóknartengiliður og Fanndís fari á hægri kantinn. 

55. Mark! Staðan er 2:3. Heather O´Really er búinn að skora þriðja mark Bandaríkjanna og fagnar gríðarlega. Boxx átti skottilraun sem Guðbjörg varði en O´Really náði frákastinu og skoraði. Bandaríska liðið hefur ráðið ferðinni í síðari hálfleik og aðeins mínútu áður en markið kom varði Guðbjörg vel frá Wambach.

47. Síðari hálfleikur er hafinn. Bandaríkin gera breytingu á liði sínu. Cheney fer af leikvelli og Abby Wambach kemur inn á. Wambach er helsti markaskorari bandaríska liðsins eftir að Mia Hamm lagði skóna á hilluna.

45. Geysilega fjörugum fyrri hálfleik er lokið. Bandaríkin sóttu mun meira í fyrri hálfleik og áttu fleiri skottilraunir en íslensku landsliðskonurnar vörðust vel og refsuðu þeim tvívegis þegar þær bandarísku gáfu færi á sér. 

43. Mark! Staðan er 2:2. 43. Bandaríkin jafna á markamínútunni. Cheney skoraði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Rapinoe.

34. Ísland gerir breytingu á liði sínu. Ólína G. Viðarsdóttir fer af leikvelli og Thelma Björk Einarsdóttir og kemur inn á í vinstri bakvörðinn í hennar stað. Ólína lék sinn 50. landsleik í dag en óvíst var hvort hún yrði leikfær vegna meiðsla. 

30. Hætta við mark Íslands þar sem sóknarmaður Bandaríkjanna var á undan Guðbjörgu í lausan bolta en varnarmaður Íslands bjargaði málunum. 

28. Þetta eru mögnuð tíðindi sem berast frá Faro, sérstaklega þar sem þær bandarísku höfðu færst nokkuð í aukanna og áttu nokkur tækifæri til þess að bæta við öðru marki sínu í leiknum. Þess í stað eru þær skyndilega undir. 

26. Mark! Staðan er 2:1 fyrir Ísland. Hallbera Guðný Gísladóttir bætti við öðru marki fyrir Ísland og landsliðskonurnar létu heldur betur kné fylgja kviði því aðeins liðu tvær mínútur á milli markanna. Hallbera skoraði með skoti neðst í hægra hornið rétt innan vítateigs.

24. Mark! Staðan er 1:1 Katrín Ómarsdóttir hefur jafnað leikinn fyrir Ísland.  Katrín skoraði úr vítateignum eftir undirbúning Margrétar Láru.

21. Rodriguez komst inn í vítateiginn hægra megin en hitti ekki markið.

19. Amy Rodriguez lét vaða af löngu færi en framhjá íslenska markinu.

12. Ísland fékk aukaspyrnu á vallarhelmingi Bandaríkjanna. Katrín Jónsdóttir náði að skalla aukaspyrnuna að marki en markvörður Bandaríkjanna náði til boltans án vandræða.

8. MARK. Staðan er 0:1. Carli Lloyd kemur Bandaríkjunum yfir. Hún fær boltann frá Amy Rodriguez, leikur áfram og þrumar af 25 metra færi efst í markhornið hægra megin!

5. Katrín Ómarsdóttir er nærri því að koma Íslandi yfir. Eftir langt innkast skallar hún boltann í þverslá bandaríska marksins og varnarmenn bjarga síðan á síðustu stundu!

3. Amy Rodriguez á skot framhjá marki Íslands eftir fyrirgjöf frá Rapinoe.

2. Fyrsta færi leiksins. Megan Rapinoe skallar yfir mark Íslands eftir hornspyrnu.

1. Leikurinn er hafinn. Ísland spilar í hvítum búningum í dag.

Leikið er á einum af leikvöngunum sem spilað var á EM karla í Portúgal árið 2004 og umgjörðin er því öll hin glæsilegasta í dag. Í Faro er 15 stiga hiti, létt gola og hálfskýjað.

Leikinn dæmir Bibiana Steinhaus frá Þýskalandi, einn fremsti kvendómari heims.

Ísland vann B-riðil og sigraði Svíþjóð 2:1, Kína 2:1 og Danmörku 1:0.

Bandaríkin unnu A-riðil og sigruðu Japan 2:1, Noreg 2:0 og Finnland 4:0.

Bandaríkin hafa unnið mótið sjö sinnum á undanförnum níu árum og sigruðu Þýskaland 3:2 í úrslitaleiknum í fyrra. Ísland hefur áður best náð 6. sætinu árin 2009 og 1996.

Lið Íslands er þannig skipað í dag:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Varnarmenn: Þórunn Helga Jónsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir.
Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.

Lið Bandaríkjanna: Barnhart - Rampone, Boxx, Rodriguez, O'Reilly, Lloyd, Krieger, Cheney, Rapinoe, Buehler, Sauerbrunn.

Edda Garðarsdóttir í hörðum slag við þær bandarísku á miðjunni.
Edda Garðarsdóttir í hörðum slag við þær bandarísku á miðjunni. mbl.is/Algarvephotopress
Dóra María Lárusdóttir í úrslitaleiknum í dag.
Dóra María Lárusdóttir í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Algarvephotopress
Íslendingar fagna marki Katrínar Ómarsdóttur.
Íslendingar fagna marki Katrínar Ómarsdóttur. mbl.is/Algarvephotopress
Íslensku landsliðskonurnar fagna síðara markinu. Hallbera er fyrir miðri mynd.
Íslensku landsliðskonurnar fagna síðara markinu. Hallbera er fyrir miðri mynd. mbl.is/Algarvephotopress
Ólína G. Viðarsdóttir í úrslitaleiknum í dag.
Ólína G. Viðarsdóttir í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Algarvephotopress
Frá úrslitaleiknum í dag.
Frá úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Algarvephotopress
Katrín Ómarsdóttir í baráttunni en hún átti skalla í þverslána …
Katrín Ómarsdóttir í baráttunni en hún átti skalla í þverslána á marki Bandaríkjanna strax á 5. mínútu. mbl.is/Algarvephotopress
Margrét Lára Viðarsdóttir í baráttu við Rampone fyrirliða Bandaríkjanna í …
Margrét Lára Viðarsdóttir í baráttu við Rampone fyrirliða Bandaríkjanna í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Algarvephotopress
Byrjunarlið Íslands í úrslitaleik Algarve-bikarsins.
Byrjunarlið Íslands í úrslitaleik Algarve-bikarsins. mbl.is/Algarvephotopress
Þær bandarísku fagna fyrsta marki leiksins.
Þær bandarísku fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Algarvephotopress
Liðin ganga inn á völlinn.
Liðin ganga inn á völlinn. mbl.is/Algarvephotopress
Íslensku leikmennirnir hita upp á vellinum í Faro fyrir leikinn …
Íslensku leikmennirnir hita upp á vellinum í Faro fyrir leikinn í dag. mbl.is/Algarvephotopress
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka