Eiður Smári ekki í landsliðinu gegn Kýpur

Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans.
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans. mbl.is/Eggert

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu 22ja manna hóp fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Nicosia 26. mars. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki valinn í hópinn en í honum eru 10 leikmenn sem eru gjaldgengir í 21-árs landsliðið.

Ólafur sagði á blaðamannafundi sem nú stendur yfir að Eiður hefði ekkert spilað að undanförnu og af þeim sökum hefði hann ekki verið valinn í hópinn.

Þessir 22 skipa hópinn:

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Stefán Logi Magnússon, Lilleström
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki

Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Viking S.
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Arnór Smárason, Esbjerg
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Birkir Bjarnason, Viking S.
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim

Framherjar:
Heiðar Helguson, QPR
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason, Lokeren

Einhverjir af yngri leikmönnunum í hópnum gætu farið í vináttuleik 21-árs liða Englands og Íslands sem fram fer í Preston á mánudagskvöldinu 28. mars. Þá spilar 21-árs liðið vináttuleik í Úkraínu fimmtudaginn 24. mars en engir úr þessum hópi fara þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka