Stefán til liðs við Lilleström

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Gíslason er orðinn leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Frá þessu er greint á vef félagsins í dag. Stefán fékk sig lausan undan samning við danska liðið Bröndby fyrr á þessu ári en samningurinn sem hann gerði við Lilleström gildir fram til 1.ágúst en með möguleika á framlengingu.

Þjálfari Lilleström er Henning Berg en Stefán lék undir hans stjórn hjá Lyn fyrir nokkrum árum og þá hefur hann einnig leikið með norsku liðunum Strömsgodset og Viking.

Tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn eru á mála hjá Lilleström en það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert