Stefán til liðs við Lilleström

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Gíslason var í gær kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Stefán skrifaði undir samning sem gildir til 1. ágúst með möguleika á framhaldi en hann var án félags eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi við danska liðið Bröndby í síðasta mánuði.

„Ég kynni hér með til sögunnar leikmann sem kemur frá landinu sem við viljum helst fá leikmenn frá utan Noregs. Takið á móti Stefáni Gíslasyni,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström, við stuðningsmenn Lilleström í gær.

Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert