Helgi Valur í landsliðshópinn

Helgi Valur Daníelsson á hér í höggi við Arjen Robben.
Helgi Valur Daníelsson á hér í höggi við Arjen Robben. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Helgi Valur Daníelsson leikmaður sænska liðsins AIK hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðshópinn sem er á leið til Kýpur. Helgi Valur kemur inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar en miðvörðurinn úr liði IFK Gautaborg á við veikindi að stríða.

Helgi Valur, sem er þrítugur að aldri, hefur spilað 16 leiki með A-landsliðinu, þann síðasta gegn Portúgölum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í október á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert