Bjarni: Stefán er tilbúinn

Bjarni Sigurðsson, markvarðaþjálfari landsliðsins í knattspyrnu og fyrrum landsliðsmarkvörður, segir að Stefán Logi Magnússon sé algjörlega klár í slaginn sem aðalmarkvörður.

Stefán ver mark Íslands gegn Kýpur annað kvöld og það verður hans fyrsti mótsleikur með A-landsliðinu, en hann hefur áður spilað fjóra vináttulandsleiki.

Mbl.is ræddi við Bjarna í upphafi æfingar landsliðsins í kvöld en liðið æfði þá á keppnisvellinum í Nikósíu, GSP-leikvanginum. Þar var látið reyna á hvort Ingvar Þór Kale yrði leikfær. Ingvar varð að hætta fljótlega og Haraldur Björnsson úr Val hefur verið kallaður til Kýpur en hann var á leið á milli Úkraínu og Englands með 21-árs landsliðinu.

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður heltist úr lestinni fyrr í dag. Hann fékk slæmt tak í bakið í morgun og fékk sig ekki góðan fyrir æfinguna. Bjarni hafði því aðeins Stefán Loga til að sinna á æfingunni og var síðan sjálfur í markinu þegar tekið var til við að spila á tvö mörk.

Stefán Logi Magnússon verður í íslenska markinu annað kvöld.
Stefán Logi Magnússon verður í íslenska markinu annað kvöld. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert