Kýpur og Ísland gerðu markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á GSP-leikvanginum á Kýpur. Bæði lið fengu færi til að skora en Stefán Logi Magnússon markvörður Íslendinga var frábær og varði til að mynda vítaspyrnu. Birkir Már Sævarsson átti líklega besta færi Íslands þegar hann komst einn gegn markverði Kýpur.
Ísland er eftir leikinn með 1 stig í H-riðli en Kýpur er með tvö stig. Það eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska liðið að halda hreinu á útivelli.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan.
Lið Íslands: Stefán Logi Magnússon - Birkir Már Sævarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson - Eggert Gunnþór Jónsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson - Rúrik Gíslason, Heiðar Helguson, Jóhann Berg Guðmundsson.
Varamenn: Haraldur Björnsson (m), Ólafur Ingi Skúlason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Helgi Valur Daníelsson, Arnór Smárason.
Lið Kýpur: Antonis Giorgallidis, Savaas Poursaitidis, Giorgios Merkis, Valentinos Siglis, Andreas Avraam, Sinisa Dobrasinovic, Chrystostomos Michail, Konstantinos Makridis, Constantinos Charalambides, Efstathios Aloneftis, Dimitris Christofi.
Varamenn: Tasos Kissas (m), Nektarios Alexandrou, Elias Charalambous, Jason Demetriou, Alexandros Garpozis, Marios Ilia, Nestor Mytidis.