Real Madrid og Schalke í góðum málum

Leikmenn Real Madrid fagna marki Adebayor.
Leikmenn Real Madrid fagna marki Adebayor. Reuters

Real Madrid átti ekki í erfiðleikum með að leggja Tottenham af velli í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Madrid vann með fjórum mörkum gegn engu en það hjálpaði ekki Tottenham að Peter Crouch var sendur í sturtu eftir aðeins 16 mínútur. Eitthvað mikið þarf að gerast ef Real Madrid fer ekki áfram í undanúrslit keppninnar. 

Þá gerði Schalke frábæra ferð til Ítalíu og vann ríkjandi Evrópumeistara Inter 5:2 en staðan var jöfn í hálfleik 2:2. Þetta eru mjög góð úrslit fyrir Schalke sem hefur ekki verið að gera það gott heimafyrir. Það má því segja um þá eins og Real Madrid að sæti þeirra í undanúrslitum ætti að vera nokkuð öruggt.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan. 

87. Mark! Cristiano Ronaldo langaði að vera með í gleðinni og skoraði sitt fimmta mark í 9 leikjum. Staðan er 4:0 en markið var af glæsilegri gerðinni. Ronaldo tók boltann á lofti og skoraði í nærhornið.

75. Mark! Schalke er að gera grín að ríkjandi Evrópumeisturum Inter á þeirra eigin heimavelli. Staðan er 2:5 en markið skoraði Goncalves Edu, hans annað mark. Leikmenn Inter spila nú einum færri en Cristian Chivu fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir skömmu.

72. Mark! Angel Di María skorar frábært mark og kemur Real Madrid í 3:0. Fast skot frá hægra horni vítateigsins nánast í samskeytin. Óverjandi fyrir Gomes í marki Tottenham. Enska liðið er nánast úr leik í keppninni. Það verður erfitt að vinna upp þetta forskot þó þeir verði 11 á 11 í seinni leiknum.

58. Mark! Það er allt að hrynja hjá Inter á heimavelli. Þeir eru nú 2:4 undir eftir að Andrea Ranocchia setti boltann í eigið net. Inter 2, Schalke 4.

57. Mark! 2:0 Emmanuel Adebayor er búinn að bæta við öðru marki og aftur með skalla. Markið kom eftir góða sendingu frá vinstri bakverðinum Marcelo. Frábær afgreiðsla hjá Adebayor sem aftur var nánast óvaldaður inn í teignum. Nú þurfa leikmenn Tottenham einfaldlega að koma í vegfyrir að mörkin verði fleiri. 

53. Mark! Gamli maðurinn Raul er búinn að koma Schalke í 2:3.

46. Tottenham gerir breytingu í hálfleik. Jermaine Defoe kemur inná í stað Rafael van der Vaart sem var kominn með gult spjald og gat þar að auki lítið í fyrri hálfleik.

45. Það er kominn hálfleikur í leikjunum. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur Real Madrid en verkefni 10 leikmann Tottenham verður erfitt í seinni hálfleik. Það er hinsvegar meiri spenna í leik Inter og Schalke þar sem gestirnir jafna metin jafn harðan og Evrópumeistararnir komast yfir. Auk þess er Schalke komið með tvö dýrmæt útivallarmörk.

42. Real Madrid vildi fá vítaspyrnu þegar skot Angel Di María fór í hendina á varnarmanni Tottenham en dómari leiksins var ekki á sama máli. Spyrnan fór þó greinilega í hendina á Dawson. Real Madrid hefur vissulega átt sín færi í þessum leik og pressan er að marki Tottenham enda þeir einum manni færri. 

40. Mark! 2:2, Schalke ætlar ekki að gefast upp. Goncalves Edu jafnaði metin fyrir Þjóðverjana.

33. Mark! 2:1 fyrir Inter, Diego Milito skoraði markið.

30. Hættulegasta færi Tottenham kom eftir góða sendingu úr vörninni beint á bringuna á Gareth Bale. Hann komst upp að endamörkum en skot hans fór í hliðarnetið úr þröngu færi og hann í litlu jafnvægi.

17. Mark! Inter - Schalke 1:1, Joel Matip.

16. Rautt spjald! Peter Crouch framherji Tottenham er kominn með rautt spjald eftir aðeins 16 mínútur. Hann fékk fyrra gula spjaldið á 8. mínútu. Það síðara fékk hann eftir tæklingu sem hann var vissulega seinn í. Frekar hörð refsing en hægt að réttlæta ákvörðun dómarans. Ef verkefnið var erfitt 11 á 11, þá verður það enn erfiðara núna fyrir leikmenn Tottenham.

5. Mark! 1:0, Emmanuel Adebayor er búinn að skora fyrir heimamenn í Real Madrid eftir hornspyrnu. Gomes var í boltanum og Luka Modric líka en þeir náðu ekki að verjast skallanum. Ekki góður varnarleikur hjá Tottenham í teignum

1. Mark! 1:0, Inter er komið yfir á heimavelli með marki frá Dejan Stankovic. Markið skoraði hann nánast frá miðju eftir að markvörður Schalke, Neuer kom langt út úr teignum og skallaði hann í burtu. Sendingin endaði hinsvegar hjá Stankovic sem var fljótur að hugsa. 

1. Aaron Lennon leikmaður Tottenham er veikur og er þar af leiðandi ekki í byrjunarliðinu. Jermaine Jenas tekur stöðu hans í liðinu.

Lið Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Pepe, Carvalho, Marcelo, Di Maria, Alonso, Ozil, Khedira, Adebayor, Ronaldo.
Varamenn: Adan, Kaka, Diarra, Granero, Arbeloa, Garay, Higuain. 
 
Lið Tottenham: Gomes, Corluka, Gallas, Dawson, Assou-Ekotto, Lennon, Sandro, Modric, Bale, Van der Vaart, Crouch.
Varamenn: Cudicini, Huddlestone, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, Bassong, Kranjcar.

Inter - Schalke

Lið Inter: Julio Cesar, Maicon, Ranocchia, Chivu, Zanetti, Stankovic, Motta, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito.
Varamenn: Castellazzi, Cordoba, Kharja, Mariga, Materazzi, Pandev, Nagatomo.

Lið Schalke:
Neuer, Uchida, Matip, Howedes, Sarpei, Farfan, Papadopoulos, Jurado, Baumjohann, Raul, Edu.
Varamenn: Schober, Escudero, Plestan, Hao, Schmitz, Karimi, Draxler.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert