Íslendingaliðið Kristianstad hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með látum og vann 5:0 sigur á nýliðum Dalsjöfors á útivelli.
Margrét Lára Viðarsdóttir fylgdi eftir frábærri frammistöðu með íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum í síðasta mánuði og skoraði tvö síðustu mörkin. Hún lék allan leikinn líkt og þær Erla Steina Arnardóttir og Sif Atladóttir sem var að leika sinn fyrsta alvöru leik fyrir Kristianstad eftir að hún kom til liðsins frá Saarbrücken í Þýskalandi. Guðný Björk Óðinsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.