Besti árangur íslensks landsliðs

Íslensku stúlkurnar voru brosmildar í leikslok í gær.
Íslensku stúlkurnar voru brosmildar í leikslok í gær. mbl.is/Íris Björk.

Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu er komið í úrslitakeppni fjögurra liða um Evrópumeistaratitilinn í aldursflokki 17 ára og yngri.

Íslensku stúlkurnar lögðu Pólverja að velli, 2:0, í Póllandi í gær og höfðu áður sigrað Englendinga, 2:0. Þar með eru þær þegar orðnar sigurvegarar í sínum riðli í 16-liða úrslitum keppninnar þótt þær eigi einn leik eftir sem er gegn Svíum á fimmtudag.

Í umfjöllun um frammistöðuna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að þetta sé besti árangur sem íslenskt knattspyrnulandslið hefur nokkru sinni náð á alþjóðavettvangi.

Stúlkurnar spila um verðlaunasætin í Nyon í Sviss í lok júlí og þar er meira í húfi en Evrópumeistaratitill. Þrjú af þessum fjórum liðum komast nefnilega í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Aserbaídsjan á næsta ári.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við Þorlák Árnason þjálfara íslenska liðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert