Ég hef viðbjóð á þessum heimi

José Mourinho klappar í áhorfendastúkunni í kvöld en hann var …
José Mourinho klappar í áhorfendastúkunni í kvöld en hann var rekinn þangað eftir 60 mínútna leik. Reuters

Fyrstu viðbrögð frá José Mourinho eru komin frá blaðamannafundi sem stendur yfir á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madríd, eftir ósigur hans manna gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 0:2.

Fréttamenn sem eru á fundinum hafa sent út skeyti á Twitter þar sem þeir hafa m.a. eftir Mourinho:

„Ég hef viðbjóð á þessum heimi."

„Enginn á nokkra möguleika gegn Barcelona þegar þetta er svona."

„Já, það er búið að slá okkur út úr keppninni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert