Margrét Lára með tvö í sigurleik

Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Kristianstad.
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Kristianstad. mbl.is/Kristinn

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði tvö marka Kristianstad og lagði það þriðja upp þegar Íslendingaliðið vann Piteå á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 3:1.

Margrét skoraði úr vítaspyrnu á 32. mínútu og lagði upp mark fyrir Susanne Moberg á 57. mínútu. Á 69. mínútu snerist dæmið við og Margrét Lára skoraði sitt annað mark eftir sendingu frá Susanne, 3:0.

Piteå náði síðan að minnka muninn á 83. mínútu. Margréti Láru var skipt af velli í kjölfarið en Erla Steina Arnardóttir og Sif Atladóttir léku allan leikinn með liðinu, sem er undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Guðný Björk Óðinsdóttir er úr leik í bili vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert