Theódór lagði upp eitt marka IFK

Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. www.ifkgoteborg.se

Theódór Elmar Bjarnason lagði upp fyrra mark IFK Gautaborgar þegar liðið vann Malmö, 2:0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tobias Hysén skoraði bæði mörk IFK í leiknum og hið fyrra sem Theódór Elmar lagði upp var skorað á 31. mínútu.

Theódór Elmar, Ragnar Sigurðsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn fyrir IFK en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópnum.

Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn fyrir Halmstad sem mátti sætta sig við tap, 2:1, í heimsókn til Gefle. Þá var Helgi Valur Daníelsson allan leikinn á meðaln varamanna hjá AIK er liðið lagði Örebro á heimavelli, 1:0.  

Í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu lagði Ari Freyr Skúlason upp annað mark Sundsvall í 3:0 sigri á Ljungskile SK. Ari tók þátt í leiknum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu.

Heiðar Geir Júlíusson sat á meðal varamanna Ängelholm í markalausu jafntefli við Qviding. Þá var Davíð Þór Viðarsson ekki í leikmannahópi Öster þegar liðið tapaði fyrir Landskrona, 2:3, á heimavelli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert