Stjarnan á skriði og vann Lengjubikarinn

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni og Thelma Björk Einarsdóttir úrVal.
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni og Thelma Björk Einarsdóttir úrVal. mbl.is/Ómar

Garðbæingar fögnuðu vel í kvöld þegar þeir lögðu Valskonur 2:1 í úrslitaleik Lengjubikarsins en Stjarnan vann Val líka í riðlakeppni bikarkeppninnar.  Þetta var fyrsti titill Stjörnukvenna.

Eftir tiltölulega jafna byrjun skoraði Björk Gunnarsdóttir á 38. mínútu eftir frábæra stungusendingu en tveimur mínútum fyrr hafði Hallbera Guðný Gísladóttir skotið yfir mark Stjörnunnar úr opnu færi. Síðari hálfleikur varð aldrei svo spennandi, Valsvörnin hélt sínu striki og leyfði sóknarmönnum Garðbæinga bara að koma upp að teignum.   Á 73. mínútu dró til tíðinda þegar Meagan McCray markvörður Stjörnunnar felldi Ingu Birnu Friðjónsdóttur svo dæmt var víti og rautt á Meagan en Kristen Edmonds jafnaði af öryggi.  Ásgerður S. Baldursdóttir skoraði svo sigurmark á 88. mínútu eftir frábæran undirbúning Ingu Birnu. 

Valskonum er spáð sigri í efstu deild kvenna í sumar en Stjarnan og Þór/KA næstu tveimur sætum saman. 

90. mín.  2:1. Leik lokið88. mín.  2:1. Mark

80. mín.  1:1.  Aðeins meira fjör komið í leikinn. Valskonur tóku sig á en Stjarnan er komin á bragðið.

71. mín.  1:1. Mark.  Meagan brá Ingu Birnu sem var sloppin í gegnum vörn Vals svo dæmt var víti og Meagan fékk rautt spjald  Kristen fór á punktinn gegn Þórdísi Maríu, sem tók stöðu Meagan en Kristen skoraði af öryggi.

62. mín.  0:1.  Aukaspyrna Stjörnunnar á vítateigslínu en skot Gunnhildar fór beint í varnarvegginn.

53. mín.  0:1.  Karen skaut hátt yfir mark Vals.

46. mín.  0:1.  Leikur hafinn á ný og nú byrjar Valur með boltann.  Aðeins tekið að skyggja en um 250 áhorfendur styðja sitt lið.

45. mín.  0:1.  Hálfleikur.  Jafnt í byrjun, svo náði Stjarnan undirtökunum en þá skoraði Valur.

44. mín.  0:1.  Aukaspyrnu Stjörnunnar naumlega bjargað í horn og síðan skallað af línu úr hornspyrnu Garðbæinga.

38. mín.  0:1. Mark.  Brynja sendi laglega í gegnum vörn Stjörnunnar á miðjum vallarhelmgi þeirra og Björk náði boltanum, rauk upp að vítateigslínu og skaut yfir Ásu Dögg í markinu.

36. mín.  0:0.  Albesta færið hingað til þegar Hallbera Guðný fékk boltann fyrir opnu marki en skaut yfir autt markið af tveggja metra færi.

32. mín.  0:0.  Inga Birna braust framhjá vörn Vals vinstra meginn en fast skot hennar fór beint í hendur Meagan í markinu.  Garðbæingar ráða meiru í leiknum, ákveðnari og duglegri.

29. mín.  0:0.  Garðbæingurinn Ashley var að komast í skotfæri þegar Meagan markvörður Vals henti sér á boltann og hirti af tám Ashley. Flott tilþrif.

25. mín.  0:0.  Enn jafnt.  Varnir fastar fyrir svo það er lítið um færi.

15. mín.  0:0.  Besta færið þegar Inga Birna skallaði rétt yfir markið fyrirgjöf Soffíu frá hægri.

10. mín.  0:0.  Jafnt með liðum, Stjörnukonur pressa vörn Vals framarlega á vellinum en Valskonur eru snöggar fram þegar færi gefst.

1. mín.  0:0.  Garðbæingar byrja með boltann og leika til suðurs í átt að Hafnarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert