Sigursteinn Gíslason, þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í Breiðholti, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Frá þessu var greint á heimasíðu Leiknismanna í gær.
Sigursteinn verður áfram aðalþjálfari en Garðar Gunnar Ásgeirsson ásamt Gunnari Einarssyni, leikmanni liðsins, mun sjá um að stýra liðinu í fjarveru Sigursteins.
Leiknismenn gerðu markalaust jafntefli gegn KA-mönnum í fyrsta leik sínum í 1. deildinni um síðustu helgi en Breiðhyltingar, undir stjórn Sigursteins, misstu naumlega af sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
gummih@mbl.is