Margrét Lára skoraði fjögur af sex

Katrín Ómarsdóttir í baráttu við leikmann Búlgaríu á Laugardalsvellinum í …
Katrín Ómarsdóttir í baráttu við leikmann Búlgaríu á Laugardalsvellinum í kvöld. www.mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan sigur á Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins 6:0. Staðan í hálfleik var 3:0 en búlgarska liðið ógnaði því íslenska aldrei að einhverju ráði. Margrét Lára skoraði 4 af mörkum Íslands en Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir sitt markið hvor.

Ísland byrjar því riðilinn á góðum sigri en þær geta átt von á því að andstæðingarnir eigi eftir að verða erfiðari en Búlgaría. Myndbandsviðtöl við leikmenn liðsins verða aðgenginleg á mbl.is síðar í kvöld.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. 

Lið Íslands:  Þóra B. Helgadóttir -- Ólína G. Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Hallbera Guðný Gísladóttir -- Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir -- Fanndís Friðriksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.

Varamenn:  Guðbjörg Gunnarsdóttir (m), Thelma Björk Einarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Dóra María Lárusdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir.

Margrét Lára fagnar fyrsta marki sínu í kvöld.
Margrét Lára fagnar fyrsta marki sínu í kvöld. www.mbl.is
Ísland 6:0 Búlgaría opna loka
90. mín. Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland) skorar eftir sendingu frá Dóru Maríu og laust skot hennar fyrir utan vítateiginn endar í netinu. Fjórða mark Margrétar í leiknum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert