Eyjólfur tryggði SönderjyskE sigur

Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. gais.se

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark SönderjyskE í gærkvöld þegar liðið lagði Esbjerg að velli, 2:1, í miklum fallslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Markið gerði Eyjólfur korteri fyrir leikslok og það er hans fyrsta fyrir SönderjyskE sem fékk hann frá GAIS í Svíþjóð í vetur. 

Ólafur Ingi Skúlason var einnig í liði SönderjyskE en Arnar Darri Pétursson er varamarkvörður liðsins. Arnór Smárason kom inná sem varamaður hjá Esbjerg.

SönderjyskE er nú komið með 36 stig í 8. sæti af 12 liðum og er fjórum stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Esbjerg situr hinsvegar eftir á botninum og allt bendir til þess að liðið falli úr deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert