KSÍ styður Blatter í forsetastólinn

Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson. RAX

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum kosningar á forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fer hinn 1. júní. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en Mohames Bin Hammam frá Katar veitir honum mótframboð í fyrsta skiptið síðan 2002. Hammam er sitjandi forseti knattspyrnusambands Asíu.

KSÍ hefur ákveðið að fara eftir áskorun UEFA. „Stjórn evrópska knattspyrnusambandsins ákvað að lýsa áfram stuðningi við Sepp Blatter og hvatti aðildarsambönd til að gera það. Við höfum farið að áskorun sambandsins að styðja Sepp Blatter áfram. Það var ákveðið á stjórnarfundi í gær [fimmtudag],“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, spurður um þeirra afstöðu í málinu.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Geir Þorsteinsson og Sepp Blatter í höfuðstöðvum FIFA.
Geir Þorsteinsson og Sepp Blatter í höfuðstöðvum FIFA. www.fifa.com
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert