Veigar Páll Gunnarsson skoraði sitt 100. mark fyrir Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Odd Grenland, 3:2, í fyrrakvöld. Veigar skoraði fyrsta mark Stabæk í leiknum úr vítaspyrnu og hann lagði síðan upp sigurmarkið með glæsilegri hælsendingu á Pálma Rafn Pálmason á lokamínútu leiksins.
Veigar var liði vikunnar fyrir frammistöðu sína en hann hefur skorað sex mörk á leiktíðinni í átta leikjum og er á meðal markahæstu leikmanna í deildinni.
Veigar er annar markahæsti leikmaður Stabæk frá upphafi í norsku úrvalsdeildinni en Daniel Nannskog skoraði 124 mörk. Hann er farinn frá félaginu en hann og Veigar náðu afar vel saman.
„Ég vona svo innilega að Veigar slái markametið og ég er alveg viss um að hann gerir það. Hann er ekki bara stoðsendingakóngur því hann er mikill markaskorari,“ sagði Nannskog við norsku sjónvarpsstöðina TV2.
gummih@mbl.is