Eiður Smári Guðjohnsen kemur á ný inní íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum laugardaginn 4. júní. Ólafur Jóhannesson tilkynnti hópinn rétt í þessu.
Auk Eiðs bætist Jón Guðni Fjóluson úr Fram við frá leiknum við Kýpur í lok mars. Eggert Gunnþór Jónsson er í leikbanni og Birkir Bjarnason er ekki í hópnum að þessu sinni.
Grétar Rafn Steinsson var ekki með á Kýpur og er heldur ekki í hópnum núna. Ólafur sagði á blaðamannafundinum sem nú stendur yfir að hann hefði ákveðið að velja ekki Grétar að þessu sinni, vegna persónulegra ástæðna Grétars.
Í 23 manna hópi eru níu leikmenn sem eru gjaldgengir í 21-árs landsliðið en það hefur lokaundirbúning sinn fyrir EM í Danmörku strax eftir A-leikinn gegn Dönum.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Stefán Logi Magnússon, Lilleström
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Viking Stavanger
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðabliki
Jón Guðni Fjóluson, Fram
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Helgi Valur Daníelsson, AIK
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Arnór Smárason, Esbjerg
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Fulham
Heiðar Helguson, QPR
Kolbeinn Sigþórsson, AZ
Alfreð Finnbogason, Lokeren