Esbjerg féll en AaB slapp fyrir horn

Arnór Smárason og samherjar hans féllu í dag.
Arnór Smárason og samherjar hans féllu í dag. mbl.is/Ómar

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg féllu í dag þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Esbjerg bjargaði hinsvegar AaB frá falli þegar Tim Janssen skoraði jöfnunarmark í Randers, 2:2, á 89. mínútu. Þá sendi hann Randers líka niður í 1. deildina en AaB, sem tapaði 2:0 fyrir FC Köbenhavn á sama tíma, slapp fyrir horn.

AaB fékk 35 stig en Randers með 34 og Esbjerg með 33 stig féllu úr deildinni.

Arnór var í byrjunarliði Esbjerg en var skipt af velli á 53. mínútu.

Sölvi Geir Ottesen lék síðustu 20 mínúturnar með meisturum FC Köbenhavn í sigrinum á AaB en lið hans varð 26 stigum á undan Rúrik Gíslasyni og félögum í OB sem höfnuðu í öðru sæti. OB tapaði reyndar 2:0 fyrir Lyngby í dag en hafnaði fjórum stigum á undan Bröndby sem endaði í þriðja sætinu. Rúrik lék  ekki með OB vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert