Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson voru í stórum hlutverkum í dag þegar Stabæk vann Start á útivelli, 4:2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Start var yfir í hálfleik en Pálmi jafnaði metin á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Eftir 15 mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 3:1 fyrir Stabæk og Pálmi gerði einnig þriðja markið.
Fjórum mínútum síðar var staðan orðin 4:2, Start minnkaði muninn en Veigar Páll svaraði um hæl fyrir Stabæk, á 65. mínútu, eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni.
Stabæk er þar með komið uppí 2. sæti úrvalsdeildarinnar með 18 stig en Strömsgodset er á toppnum með 19 stig.