Ragnar samdi til fjögurra ára

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. www.ifkgoteborg.se

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson skrifaði nú í hádeginu undir fjögurra ára samning við danska meistaraliðið FC Köbenhavn. Ragnar kemur til dönsku meistaranna frá sænska liðinu IFK Gautaborg.

,,Ég er mjög ánægður með að koma til besta liðs Norðurlanda og það er alveg klárt að ég er taka skref fram á við á mínum ferli með því að semja við FCK. Ég er 24 ára gamall og tel rétta tímapunktinn að skipta um félag,“ segir Ragnar í viðtali á vef FC Köbenhavn en með liðinu leikur Sölvi Geir Ottesen.

Ragnar hefur leikið með IFK Gautaborg frá árinu 2006 en hann kom til liðsins frá Fylki. Samkvæmt heimildum sænska blaðsins Aftonbladet greiðir FC Köbenhavn 7 milljónir sænskra króna fyrir Ragnar en það jafngildir 130 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert