Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti fyrir stundu 23ja manna hóp fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Danmörku 11. júní.
Meðal þeirra sem ekki voru valdir eru Kristinn Steindórsson og Guðlaugur Victor Pálsson en hópurinn er þannig skipaður, landsleikir í þessum aldursflokki fyrir framan:
Markverðir:
16 Haraldur Björnsson, Val
3 Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE
1 Óskar Pétursson, Grindavík
Varnarmenn:
18 Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham
12 Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
11 Hjörtur Logi Valgarðsson, Gautaborg
10 Skúli Jón Friðgeirsson, KR
8 Jón Guðni Fjóluson, Fram
6 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki
3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV
Miðjumenn:
24 Bjarni Þór Viðarsson, Mechelen
22 Birkir Bjarnason, Viking Stavanger
11 Andrés Már Jóhannesson, Fylki
11 Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
11 Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim
10 Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
9 Aron Einar Gunnarsson, Coventry
9 Almarr Ormarsson, Fram
Sóknarmenn:
16 Rúrik Gíslason, OB
13 Kolbeinn Sigþórsson, AZ
9 Alfreð Finnbogason, Lokeren
8 Arnór Smárason, Esbjerg
3 Björn B. Sigurðarson, Lilleström
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leiknum í Árósum 11. júní, leikur síðan við Sviss í Álaborg 14. júní og við Dani í Álaborg 18. júní. Tvö lið komast áfram úr riðlinum og í undanúrslit keppninnar.