Vilja fresta forsetakosningum FIFA

Öll spjót standa á Sepp Blatter forseta FIFA um þessar …
Öll spjót standa á Sepp Blatter forseta FIFA um þessar mundir. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur farið þess á leið við Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að frestað verði kosningu forseta FIFA, sem til stendur að fari fram á morgun.

Enska knattspyrnusambandið segir að á meðan rannsókn standi yfir á é meintum mútu- og spillingarmálum sé öllum fyrir bestu að forsetakosningunni verði frestað. Núverandi forseti, Sepp Blatter, er einn í kjöri eftir að mótframbjóðandi hans, Mohammed Bin Hammam, dró sig til baka í kjölfar þess að fram komu sannanir að hann sæti í miðri spillingarsúpunni. 

Blatter lætur eins flest leiki í lyndi innan FIFA um þessar mundir og virðist ætla að halda sínu striki ótrauður í stóli forseta.

Tveir af samstarfsaðilum FIFA, drykkjarvöruframleiðandinn Coca cola, og íþróttavöruframleiðandinn Adidas, segjast fylgjast grannt með málefnum FIFA um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert