Rifjar upp 14:2 leikinn

Danir skora eitt marka sinna á Idrætsparken árið 1967.
Danir skora eitt marka sinna á Idrætsparken árið 1967.

Danska ríkisútvarpið hitar upp fyrir leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvellinum á laugardaginn með því að rifja upp landsleik þjóðanna árið 1967 þegar Danir unnu 14:2. 

Birtir DR myndskeið frá leiknum á vef sínum í dag og telur upp alla leikmennina sem skoruðu í leiknum.

DR segir, að Danir hafi átt frábært landslið á þessum tíma  og unnið frækna sigra, þar á meðal á Norðmönnum, 5:0, og Hollendingum, 3:2. Í kjölfarið voru margir bestu leikmennirnir seldir til erlendra liða og máttu í kjölfarið, samkvæmt reglum þess tíma, ekki leika með danska landsliðinu. 

14:2 sigurinn á Íslandi er næst stærsti sigur dansks landsliðs í knattspyrnu. Sá stærsti vannst á Frakklandi árið 1908, 17:1.

Vefur DR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert