Allt annað en sigur mjög fúlt

Danska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli
Danska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli mbl.is/Árni Sæberg

Christian Eriksen, sem margir telja efnilegasta knattspyrnumann Dana, vonast eftir betri frammistöðu hjá sér og danska landsliðinu á Laugardalsvellinum annað kvöld en þegar það marði 1:0 sigur á Íslendingum í fyrri leiknum á Parken síðasta haust.

Eriksen hafði vonast eftir sérstaklega góðum leik á Parken en það gekk ekki eftir. "Þetta var minn fyrsti leikur í byrjunarliðinu á Parken en minningarnar eru ekki góðar. Ég kom víst ekki mikið við boltann og var tekinn af velli eftir 58 mínútur," sagði Eriksen við Ekstra Bladet, en Thomas Kahlenberg bjargaði Dönum með sigurmarki í uppbótartíma.

„Allt annað en sigur væri mjög fúlt en við þurfum að spila okkar vanalega leik. Síðast höfðum við heppnina með okkur en nú verðum við að nýta færin betur. Við fengum nokkur síðast en gekk ekkert að skora. Íslenska liðið er mjög þétt og skipulagt svo þetta snýst um réttu augnablikin, ef það á að ganga upp hjá okkur," sagði hinn 19 ára gamli sóknartengiliður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka