Fyrsti sigur Liechtenstein í fjögur ár

Leikmenn Liechtenstein fagna marki í kvöld.
Leikmenn Liechtenstein fagna marki í kvöld. Reuters

Liechtenstein er ekki vant því að vinna fótboltaleik og hvað þá í keppni en það gerðist þó í kvöld þegar Liechtenstein gerðu sér lítið fyrir og lagði Litháen, 2:0, í undankeppni EM.

Leikurinn fór fram í Vaduz en þar hefur síðustu daga staðið yfir Smáþjóðaleikarnir þar sem íslensku keppendurnir hafa gert það gott.

Philippe Erne og Michele Polverino tryggðu Liechtenstein sigurinn og var þetta fyrsti sigur þeirra í keppni frá því þeir niðurlægðu Íslendinga með 3:0 sigri í undankeppni HM í október 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert