Indriði: Hafa gott og vel spilandi lið

Danir hafa gott og vel spilandi lið, að mati Indriða Sigurðssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu en framundan hjá honum og samherjum eru viðureign við Dani á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Indriði segir íslenska liðið verða að loka fyrir samspil Dana og í heild gera betur en í síðustu viðureign þjóðanna á síðasta hausti sem Danir unni, 1:0, með marki undir blálokin.

„Við verðum einnig að vera rólegir með boltann og og nýta betur þau færi sem við fáum," segir Indriði Sigurðsson sem reiknar með skemmtilegum leik á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson eru allir …
Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson eru allir íslenska landsliðinu sem mætir Dönum annað kvöld á Laugardalsvelli. Gísli Baldur Gíslason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert