Indriði og Rúrik ekki gegn Dönum

Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson.
Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson. mbl.is/Gísli Baldur

Indriði Sigurðsson og Rúrik Gíslason, landsliðsmenn í knattspyrnu, missa báðir af leiknum gegn Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld en þeir glíma báðir við meiðsli.

Indriði meiddist í kálfa í síðasta leik Viking í norsku úrvalsdeildinni. Hann hefur æft með landsliðinu í vikunni en meiðslin tóku sig upp að einhverju leyti og í dag var úrskurðað að hann yrði ekki leikfær á morgun.

Rúrik meiddist á ökkla í leik með OB fyrir þremur vikum og hefur ekki spilað síðan en ljóst var frá byrjun að tvísýnt yrði um þátttöku hans í Danaleiknum. Útlit er þó fyrir að hann verði búinn að ná sér fyrir leiki 21-árs liðsins á EM í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert