Danagrýlan lifir góðu lífi

Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Ísland tapaði fyrir Danmörku í knattspyrnulandsleik í karlaflokki á Laugardalsvelli í kvöld 0:2 en viðureignin var liður í undankeppni Evrópumótsins. Ísland hefur aldrei unnið Dani í A-landsleik karla í knattspyrnu og það mun ekki breytast í þessari keppni. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Staðan var 0:0 að loknum fyrri hálfleik en Danir skoruðu tvívegis í síðari hálfleik. Lasse Schöne skoraði fyrra markið á 60. mínútu og Christian Eriksen bætti við öðru marki á 75. mínútu.

Byrjunarlið Íslands: Stefán Logi Magnússon (M) - Birkir Már Sævarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson (F), Ólafur Ingi Skúlason, Eiður Smári Guðjohnsen, Gylfi Þór Sigurðsson, Heiðar Helguson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Helgi Valur Daníelsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Arnór Smárason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Jón Guðni Fjóluson.

Byrjunarlið Danmerkur: Thomas Sörensen (M) - Niki Zimling, Simon Kjær, Bo Svensson, Simon Poulsen, Lars Jacobsen, William Jörgensen, Christian Eriksen, Michael Krohn Dehli, Dennis Rommedahl, Nicklas Bendtner.
Varamenn: Stephan Andersen (M) - Daniel Wass, Kasper Lorentzen, Christian Poulsen, Morten Skoubo, Mads Junker, Lasse Schöne.

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert
Aron Gunnarsson sækir að vörn Dana í leiknum í kvöld.
Aron Gunnarsson sækir að vörn Dana í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í upphitun á Laugardalsvelli fyrir …
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í upphitun á Laugardalsvelli fyrir stundu. mbl.is/Eggert
Ísland ka. 0:2 Danmörk opna loka
90. mín. Þremur mínútum er bætt við leiktímann að sögn Páls Sævars Guðjónssonar vallarþuls.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert