Pól rekinn af velli í sigri Færeyinga

Pól Jóhannus Justinussen í leik með Val.
Pól Jóhannus Justinussen í leik með Val. mbl.is/Ómar

Valsmaðurinn Pól Justinussen var rekinn af velli þegar Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eista, 2:0, í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Tóftum í kvöld.

Það voru fyrirliðinn Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram, og Arnbjørn T. Hansen sem skoruðu mörk Eistlendinga. Fyrra markið skoraði Fróði úr vítaspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Hitt skoraði Arnbjörn á 47. mínútu eftir að Fróða mistókst að skora úr annarri vítaspyrnu, sem dæmd var eftir að Arnbjörn var felldur í vítateig Eista.

Undir lokin fékk Pól sitt annað gula spjald í leiknum og var rekinn af velli. Félagi hans úr Val, Jónas Tór Næs, var einnig í byrjunarliði Færeyja og þriðji Valsmaðurinn, Christian R. Mouritsen, kom inná sem varamaður. 

Sander Puri, leikmaður Eista, var rekinn af velli á 57. mínútu leiksins.

Eistland er í 4. sæti í C-riðli með 7 stig úr sjö leikjum en Færeyjar eru í neðsta sæti með 4 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert