Sigurganga Skagamanna heldur áfram

Varnarmaðurinn Andri Freyr Björnsson skoraði tvö fyrstu mörk Selfyssinga.
Varnarmaðurinn Andri Freyr Björnsson skoraði tvö fyrstu mörk Selfyssinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir leik­ir fóru fram í 1. deild karla í knatt­spyrnu í kvöld og hóf­ust þeir all­ir klukk­an 20:00. Skaga­menn halda sínu striki og sigruðu Hauka 1:0 á úti­velli. Sel­fyss­ing­ar sýndu spari­hliðarn­ar og unnu KA sann­fær­andi 3:0. Grótta náði í stig í Grafar­vogi með marka­lausu jafn­tefli gegn Fjölni og nýliðar BÍ/​Bol­ung­ar­vík­ur unnu sinn fjórða leik í deild­inni þegar þeir sigruðu HK 2:1.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Úrslit í leikj­un­um:

BÍ/​Bol­ung­ar­vík - HK: 2:1 - Leik lokið
(Tomi Ameobi 60., Matth­ías K. Jó­hanns­son 67. - Hólm­bert Aron Friðjóns­son 8. Rautt spjald: Birk­ir Sverris­son (BÍB) 87.)

Fjöln­ir - Grótta: 0:0 - Leik lokið

Sel­foss - KA: 3:0 - Leik lokið
(Andri Freyr Björns­son 45., 48., Viðar Örn Kjart­ans­son 65.)

Hauk­ar - ÍA: 0:1 - Leik lokið
(Arn­ar Már Guðjóns­son 14.(víti))

Stöðuna í deild­inni má finna hér á mbl.is. 

90. mín: Öllum leikj­um kvölds­ins er lokið og hvergi var skorað á síðustu mín­út­un­um. Lítið hef­ur verið minnst á leik Fjöln­is og Gróttu en ekki að ástæðulausu því þar var marka­laust. 

88. mín: Rautt spjald! Birk­ir Sverris­son hjá BÍ/​Bol­ung­ar­vík var að fá rautt spjald. Hann var áður bú­inn að fá gult spjald í síðari hálfleik en sam­kvæmt tíðinda­manni mbl.is á Torf­nesvelli þá fékk Birk­ir lík­lega beint rautt. Hann braut af sér á miðjum vell­in­um. 

67. mín: Mark! Djúp­menn hafa snúið leikn­um gegn HK sér í hag. Matth­ías Krók­nes Jó­hanns­son skoraði annað mark BÍ/​Bol­ung­ar­vík­ur með skoti ut­ar­lega úr víta­teign­um en hann kom inn á sem varamaður liðlega fimm mín­út­um áður. 

65. mín: Mark! Sel­fyss­ing­ar eru að rúlla yfir læri­sveina Gunn­laugs Jóns­son­ar í KA. Sel­foss skoraði und­ir lok fyrri hálfleiks og hafa bætt við tveim­ur á fyrstu tutt­ugu mín­út­un­um í þeim síðari. Bakvörður­inn Andri Freyr Björns­son hef­ur skorað tví­veg­is og Viðar Kjart­ans­son skoraði þriðja markið. 

60. mín: Mark! Vest­f­irðing­ar eru bún­ir að jafna leik­inn gegn HK. BÍ/​Bol­ung­ar­vík fékk auka­spyrnu og Col­in Mars­hall náði að skalla hana áfram inn á teig­inn þar sem Tomi Ameobi skoraði með skalla af stuttu færi en hann hef­ur verið afar drjúg­ur í marka­skor­un. 

45. mín: Mark! Flautað hef­ur verið til leik­hlés í leikj­un­um fjór­um og eitt mark hef­ur bæst við.  Andri Freyr Björns­son kom Sel­fossi yfir gegn KA. Staðan er óbreytt í hinum leikj­un­um.

28. mín: Staðan er marka­laus á Sel­fossi. Gamla brýnið Auðun Helga­son sem nú spil­ar með Sel­fyss­ing­um þurfti að fara af leik­velli á 28. mín­útu vegna meiðsla. 

14. mín: Mark! Skaga­menn eru komn­ir yfir gegn Hauk­um á Ásvöll­um. Arn­ar Már Guðjóns­son skoraði úr víta­spyrnu á 14. mín­útu. 

8. mín: Mark! Frá­bær byrj­un hjá botnliði HK í Skutuls­firðinum. Hólm­bert Friðjóns­son skoraði af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu á 8. mín­útu og HK er komið í 1:0 gegn BÍ/​Bol­ung­ar­vík. 

Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA heimsækir sína gömlu lærisveina á Selfossi.
Gunn­laug­ur Jóns­son þjálf­ari KA heim­sæk­ir sína gömlu læri­sveina á Sel­fossi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert