Ragnar kvaddi eftir jafntefli

Ragnar Sigurðsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Gautaborg í dag. …
Ragnar Sigurðsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Gautaborg í dag. Áhorfendur létu sitt ekki eftir liggja í kveðjustund Ragnars enda hann mjög vinsæll hjá félaginu. Ljósmyndari/Guðmundur Svansson

Ragnar Sigurðsson leikmaður sænska knattspyrnuliðsins Gautaborgar kvaddi félagið þegar það gerði jafntefli við Elfsborg 1:1 í efstu deild þar í landi. Ragnar hefur verið góður þjónn Gautaborgar-liðsins síðan 2006 og er með eindæmum vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Ragnar náði því miður ekki að koma fyrir mark Elfsborg sem komst yfir í leiknum, og enda ferilinn með félaginu á sigri. Hann heldur nú til FC Kaupmannahafnar þar sem hann mun spila næstu árin.   

Hjálmar Jónsson spilaði líkt og Ragnar allan leikinn fyrir Gautaborg og það gerði einnig Theódór Elmar Bjarnason. Hjörtur Logi Valgarðsson sat hinsvegar allan tíman á varamennabekk liðsins.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu góðan 3:0 sigur á Norrköping og spilaði Helgi Valur allan leikinn fyrir AIK. Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem spilar með Norköping var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert