Kolbeinn valinn í úrvalslið EM

Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við danskan varnarmann.
Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við danskan varnarmann. mbl.is/Hilmar Þór

Kolbeinn Sigþórsson er eini Íslendingurinn sem er í 23 manna úrvalsliði sem sérstök nefnd á vegum UEFA valdi eftir Evrópumót knattspyrnumanna 21 árs og yngri sem lauk í Danmörku um síðustu helgi.

Sjö leikmenn úr Evrópumeistaraliði Spánverja eru í liðinu og þá eru fimm Svisslendingar í því en þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleik.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Markverðir: David de Gea (Spáni), Yann Sommer (Sviss), Tomáš Vaclík (Tékklandi).

Varnarmenn: Nicolai Boilesen (Danmörku), Ondřej Čelůstka (Tékklandi), Dídac Vila (Spáni), Timm Klose (Sviss), Yaroslav Rakitskiy (Úkraínu), Jonathan Rossini (Sviss), Chris Smalling (Englandi), Kyle Walker (Englandi).

Miðjumenn: Christian Eriksen (Danmörku), Marcel Gecov (Tékklandi), Ander Herrera (Spáni), Javi Martínez (Spáni), Mikhail Sivakov (H-Rússlandi), Thiago Alcántara (Spáni).

Sóknarmenn: Adrián López (Spáni), Juan Mata (Spáni), Admir Mehmedi (Sviss), Xherdan Shaqiri (Sviss), Kolbeinn Sigþórsson (Íslandi), Daniel Sturridge (Englandi).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert